28. október 2007

Sorglegt sjónvarp

Ég var að horfa á "Ertu skarpari en skólakrakki?" áðan og fór næstum að gráta þegar ég horfði á það.
Þátturinn byrjaði með því að einhver kona var að svara spurningum sem allir kunna, en samt sem áður þurfti hún alltaf að vera kíkja hjá einhverjum krakka með rautt hár. Þessi heimska hélt svo áfram hjá einhverjum tveim köllum sem að vissu nákvæmlega þrjár spurningar sjálfir.
Sko, það er ekki bara það að flestir sem taka þátt í þættinum vita jafn mikið um heiminn og legokubbur, heldur er allt konseptið... ja, segjum bara að aulahrollur læðist upp bakið á Óttarinum.
Í fyrsta lagi er sviðið látið líta út eins og skólastofa, en er einhver sem hefur séð skólastofur það sem allt er úr tré og kennaraborðið lítur út eins og eitthvað gamalli amerískri wtf mynd.
Í öðru lagi eru krakkarnir soldið mikið (og þá tala ég um eina stelpu sérstaklega) athyglissjúk. Þau láta eins og þau séu betri en allir aðrir því að þau eru að nördast í sjónvarpinu. Skemmtilegt áhugamál það, Þau eru örugglega barin í skólanum on a daily basis.
Ég spyr: HVER ANDSKOTINN KOM FYRIR SKJÁ EINN???

4 ummæli:

Ómar sagði...

HAHAHAHAHA!!!
Þetta er klárlega ein besta færsla sem ég hef séð á netinu í laaaangan tíma. Þú færð 100 atig fyrir þetta og hlekk á síðunni minni :)

Mokki litli sagði...

Skjár einn missti það með Landsins snjallasta.

Nafnlaus sagði...

:E

Óttar sagði...

DABBI!!!