8. nóvember 2007

Þolinmæði þrautir vinnur allar

Jæja nú er maður ekki búin að blogga í smá tíma. Kannski bara af því að mjög lítið er að gerast. Aðalfréttin í þetta sinn er að Skrekkur, frumleikakeppni grunnskóla er á næstu grösum og tíundubekkingarnir eru að fá áfall af stressi.
Talandi um stress. Síðustu mínútur hefur ykkar maður verið að bölva tækniframförum mannkyns í sand og ösku. Ég kveiki á tölvunni til að skrifa þetta blogg en músin virkar ekki. Tekið skal fram að þessi mús er búin að vera rífa kjaft við þolinmæði heimilisins frá byrjun. En ég var sjálfum mér til sóma og hélt mér rólegum.
Til að byrja með.
Nokkrum mínútum, áköfum hugleiðingum, öskri og einni brotinni (en svo lagaðri) mús síðar fór músin að virka. Mér fannst svo sem lúðrar himna hljómuðu og alsælan helltist yfir mig...
Þangað til að lyklaborðið hætti að virka.
En það vandamál var leyst rólega og yfirvegað er ég fór vandlega yfir alla kosti og leysti vandamálið í yfirvegaðri rósemd.
Eða eitthvað...
Ég ætla að byrja aftur: Öll alsælan frá músarlausninni hvarf á svipstundu. Lyklaborðinu var misþyrmt, andlega og líkamlega, er það var lúbarið og verstu ónöfn sem mínum geðbilaða kolli datt í hug. Eftir að hafa næstum myrt stressboltann minn og barið púðann minn í nokkrar mínútur róaðist ég, restartaði tölvunni og flaut aftur um í alsæluvímu er vandamálið leystist að sjálfu sér. Ég fyrirgaf tækniframförum mannkyns og bað saklaust lyklaborðið afsökunar.
Af ókunnugri ástæðu fékk ég "19th nervous breakdown" með the stones á heilan... Skrítið.

2 ummæli:

Ómar sagði...

Úff..ég þori ekki annað en að skilja eftir komment sko!! :S

Ásdís Eir sagði...

Hahahaha, sjitt. Fyndið.