26. nóvember 2007

Fiskiiðnaðurinn

Fór með bekknum á togara í dag. Mættum öll vel klædd, allt of vel klædd, og fórum út á sjó. Þegar við vorum komin soldin spotta út úr höfninni hífðum við inn krabbagildrurnar. Þar sem ég er krabbi fannst mér fyndið að halda á þeim svona spriklandi og grípandi. Þeir eru soldið eins og ég að eðlisfari. Verða helv*** pisst off þegar maður tekur þá upp en verða svo stífir af hræðslu. Vise choice. Ég hefði ekki viljað myrða samkrabba á hrottafenginn hátt.
En sakleysi mitt gagnvart sjávardýrum hvarf fljótt. Þegar var búið að kasta út trollinu og toga það upp aftur ásamt fiski þurfti svo að gera að honum. Fyrir þá sem ekki vita er það gert með því að skera þá á háls, rista þá upp og toga upp úr þeim innyflin (þar á meðal hjartað sem, eins ógeðslegt og það er, hélt áfram að slá efti að það var fjarlægt). Síðan þurfti að gera viðvaningslega heilaskurðaðgerð á fiskinum. Það var gert með því að bókstaflega brjóta höfuðkúpuna og taka eitthvað úr hausnum á fiskinum til að aldursgreina hann. Mér brá illa þegar ég rak hnífinn í mænuna og ýsan kipptist til og sló mig utanundir með sporðinum.
Úff, slímugt.
Þegar þeirri slátrun var lokið snerum við heim.
Ég hefði ekkert á móti því að fá vinnu á togara þegar ég verð eldri.

Ein spurning í endann: Er ég sadisti að finnast gaman að skera upp fisk og rífa úr honum innyflin án staðdeyfingar?
Ég býð mig framm að gera hjartaaðgerð á einhverjum þannig ef einhver áhugi er.
En ef það væri öfugt. Fiskar að slægja menn.

Vá, ég verð að hætta að drekka svona mikið Cult.

1 ummæli:

Ásdís Eir sagði...

Úff, gamli steikti!

Hehe, annars held ég að þú gætir vel orðið góður togarasjómaður... svona ef þér tækist að hylja kvalarlostann. Þú getur spurt pabba um ráð, hann átti nú einu sinni bát og ætti að geta frætt þig um lífið til sjós. Heldurðu nokkuð að þú yrðir sjóveikur?