17. desember 2007

What the hell?

Ok. Nú er ekki hægt að neita þessu lengur. Jólaskapið er farið að hellast soldið yfir mann. Þetta byrjaði allt þegaar lærdómurinn fór að minnka í skólanum, kennararnir hættu að vera sadistar og jólalögin farin að hljóma í útvarpinu.
En þessi tilfinning fór allt í einu þegar ég var að flakka á milli stöðva og rakst á enn eitt illa talsett jóladagatalið ( gömlu góðu jóladagatölin á RÚV undanskilin). Í umræddu jóladagatali spurði einhver stelpa mömmu sína hvernig heimurinn hefði verið ef kristnin hefði ekki komið til. Mamman svaraði orðrétt: "Ef kristnin væri ekki myndum við vera í algjöru andlegu myrkri. Aðeins í gegnum Jesús Krist getum við frelsast".
HA!!
Ég er ekki trúaður og ekki reika ég um í andlegu myrkri. Hvaða fokkin heilaþvottur er það að segja í einhverjum smábarnaþætti að eina leiðin til frelsunar sé í gegnum Jesús K. Jósepsson.
Kræst!

Engin ummæli: