20. janúar 2009

Af hverju eru íslenskar myndir svona misheppnaðar?

Afsakið bloggleysið. ég hef bara því miður verið önnum kafinn.
Margt hefur gerst síðastliðna mánuði, jól áramót o.s.frv., en ég er eiginlega ekki í stuði til að fara í einhverja umræðu um það.
En það kom öllum á óvart (þar á meðal mér sjálfum) að ég væri trommarinn í hljómsveit vinar míns. Ég sem hafði oft talað við fyrrnefndan vin minn um hvað mig hafi alltaf langað til að vera trommari í metal hljómsveit (Lars Ulrich FTW!!!) svo að einn kvöldið fékk ég svohljóðandi sms: "Tilboð: Trommusett til afnota, pláss í hljómsveit og kennsla. Game?"
reyndar kom í ljós seinna að ekki allt var fullt í tónskólanum og ég komst ekki í kennslu, en hei. Hvað með það. Nú er ég að skða trommusett og er að drepast úr spenningi.
En on a different note... Hefur einhver horft á íslenska mynd af alvöru? Eru gagnrýnendur á krakki þegar þeir dæma þær?
Við erum núna búin að horfa á íslenskar myndir í samfélagsfræði og ég get ekki annað sagt en...
Nei veistu, það er ekki til neitt orð yfir þetta.
Byrjum á byrjuninni. við horfum á þrjár myndir: Hafið, Veðramót og Köld Slóð. Ég skal reyndar vera sanngjarn. Hafið var ágæt. mér fannst hún frekar leiðinleg og óspennandi en hún var ágætlega leikin og maður komst inn í söguna.
Eeeen. Ætli hinar myndirnar hafi verið jafn góðar? Voru þær þolanlegar? Fokk nei! Veðramót, sagan um einhverja hippa sem taka yfir betrunarheimili, var hræðileg á allan hátt. Hún var illa leikin og samræðurnar leiðinlegar, og alveg það sama upp á teningnum í Köld Slóð.
Ég hef reyndar tekið eftir því að þetta er galli hjá mörgum íslenskum myndum. Margir eru örugglega ósammála og vonandi segiði mér frá því.
En já. Aftur að göllunum.
Ok. Númer eitt: Samtölin eru ekki beint illa leikin. þau eru of casual. Það er erfitt að útskýra þetta, en allt sem er sagt. Rifrildi, dramatísk móment og meira að segja slagur er of rólegur og yfirvegaður. Svo ég geti komið með samanburð þá vitna ég í The Dark Knight. Þegar Heath Ledger er á skjánum, getur hann sýnt mismunandi tilfinningar og er ekki alltaf að ræða málin. það er líka hægt að koma með yfirlýsingar og gera þetta ekki svona fáránlega einhæft.
Númer tvö: Cameran er alltaf að sýna heildarmyndina. Það getur skapað vandamál (svo að ég vitni í punkt eitt) eins og þegar þarf að hafa nærmynd af t.d. andliti svo að atriðið verði dramatískt. Þetta bara er ekki að gera sig í íslenskum myndum. Oft missi ég af lykilatriðum bara af því að samtalið var alltaf eins og þetta rennur allt saman í suð, og ekki gerir cameran þetta betra því að ég veit aldrei hvenar ég á að fylgjast með svipbrigðum eða þannig.
Og að lokum númer þrjú: Val á kvikmyndum. Við gerum of mikið af krimmum og artí fartí myndum. Hversu hressandi væri að hafa almennilega hryllingsmynd a la Grudge eða Poltergheist. við erum með nóg af upptökustöðum til að gera svona myndir úti á landi eða í litlum bæjum. Annað sem við gætum gert væru fleiri víkingamyndir. Er ekki bara sanngjarnt að við högnumst á þessum forfeðrum okkar frekar en erlendir kvikmyndargerðarmenn. eða bara gera eins og Hollywood og gera góðar spennumyndir og grínmyndir. Þær þurfa ekki einu sinni að vera meistaraverk. Íslenskir kvikmyndargerðarmenn setja markið of hátt að mínu mati, og reyna að gera allar myndir þannig að maður þurfi að hugsa um þær til að skilja. Það vilja það ekkert allir. Er ekki einn megintilgangurinn að fara í bíó sá að hugsa ekki of mikið bara láta skemmta sér. Mér finnst að íslenskir kvikmyndargerðarmenn hafi tapað skemmtanagildinu og fókuserað of mikið á að gera eitthvað lifechanging, sem er oftast, því miður, misheppnað.

Óttar

9. júlí 2008

Landsmót asnaskapar og sjálfsmorðshugleiðinga

Á dögunum fór ég á hið svokallaða landsmót hestamanna (lesist: var dreginn á mótið af foreldrum mínum). Eins og margir vita er ég ekki mikill hestamaður en samt sem áður vildu mamma og pabbi ekki að ég yrði einn heima heilann dag. Af því að það hefur aldrei gerst áður. Þegar við mættum settumst við í brekku í langann tíma. Langur = 6-7 tímar. Sjálfsmorð var hugleitt með mörgum aðferðum en iPodinn bjargaði ef til vill lífi mínu. Það ætti að stana á umbúðunum: Potential lifesaver.
Allavega. Þegar ég hafði horft á u.þ.b. 200 hesta var komið að skemmtiatriðum. Sum voru ekki alslæm en það versta var þegar hinir ofurskemmtilegu Mercedez Club keyrðu inn á brautina. Jei. Sjálfsmorðshugleiðingar blossuðu enn á ný upp en sem leið á sýninguna breyttust þær í morðfantasíur starring mr. Gilzenegger.
Fyndnast var samt að alltaf þegar gellan í "hljómsveitinni" gargaði: "Eru ekki allir í stuði?" hefði mátt heyra saumnál detta. Ég þoldi það svo ekki lengur og öskraði að þau ættu að drulla sér heim. Það sást á mörgum að þau voru sammála mér.
Semsagt, iPodar bjarga mannslífum og ef þú hlustar á Mercedez Club ertu álíka áhugaverð(ur)og blaut gulrót.
H******* sinnep er þetta.

29. júní 2008

Shit, hvað mér leiðist fáránlega mikið!

Ókei. Ég hef nákvæmlega ekkert betra að gera svo að ég ætla að blogga svolítið:
Bloggi, blogg bloggedí blogg... eða eitthvað álíka einhverft.
Þegar mér leiðist eru leikirnir sem ég spila álíka einhverfir eins og sjá má hér.
Kommentið endilega til að gefa mér eitthvað að gera.

17. júní 2008

17. júní

Ég fór aldrei þessu vant í bæinn á sautjánda júní. Við fórum 4, Birkir tvær stelpur úr vinnunni. Dagurinn byrjaði á Rammstein tónleikum. Þegar liðið var á massíft gítarsóló hringdi síminn og ég vaknaði. Við áttum að hittast á Hlemm klukkan 1-2. Ég fór á fætur og fór svo til Birkis. Við reyndum að bjóða Hlyni, bróður hans, með en eftir langar tilfinningaþrungnar umræður, blóð, svita og tár vað það orðið ljóst að hann vildi ekki koma með. Hann átti stefnumót við tölvuna. Við fórum þá út á Hlemm og létum okkur leiðast. Klukkan 14:15 hringdum við í stelpurnar því við vildum vita hvar þær væru. Þær sögðudt hafa villst.
OK. Hvernig villist maður í strætó? Seriously! Eftir að hafa legið í hláturskasti í 10 mínútur spurðum við hvar þær voru. Þær voru á Lækjartorgi.
Þá hættum við að hlæja. Hvorugur okkar vissi hvar lækjartorg var! :S
Eftir að hafa skammast okkar fyrir heimskulegasta fáviskumóment í Íslandssöguni kyngdum við því litla stolti sem eftir var og spurðum til vegar. Fólk horfði á okkur eins og við værum fávitar. Okkur leið líka eins og fávitum. En loksins hittum við stelpurnar. Þegar við vorum svo búin að ganga í svolítinn tíma hljóp ein stelpan allt í einu inn í mannfjöldan og faldi sig. Við Birkir horfðum á hvorn annann og byrjuðum svo að hlæja. stelpan útskírði svo fyrir okkur að mamma hennar mætti ekki sjá hana með strákum. Þá hlógum við aðeins meira og svo héldum við áfram þegar vinur mömmu hennar sem hún hafði séð áður var farin. Því næst tjekkuðum við á danskeppni til að sjá vini stelpnanna og fórum svo heim um 6 leitið.
Dagurinn var semsagt allt í allt frekar góður. Gallinn er bara að ég þarf að mæta í vinnuna á morgun og ég fíla það eiginlega ekki að vinna eftir frídag. Sama hversu seint ég fer að sofa.

31. maí 2008

Alli sem hafa séð C.S.I. Miami vita um hvað ég er að tala


Rétt upp hönd sem finnst Horatio Cane (Aka: Hardcore McÜbercool) vera aðeins of svalur.

21. maí 2008

Pæling...

Vá, djöfuls fokking andskotans satans synir og mæður hvað ég hata Americas next top model!

13. maí 2008

Gulur rauðurbíll?

Samræmdu prófin eru búin og léttirinn er mikill. Ég veit samt ekki hvernig mér gekk í stærðfræði, prófið var soldið misjafnt. Enskan var í einu orði fáránleg. Verkefnin voru flestöll leiðinleg en hlustunin stóð algjörlega út. Fyrri hlustun var um fordómafulla stelpu sem þoldi ekki þunglynt fólk og endaði svo að verða þunglynd. Seinni hlustun var um mann sem þjáðist af "uncontrolable air guitar addiction" og var kominn í meðferð vegna þráhyggju sinnar (???).
En í öðrum fréttum, Hanakamburinn er kominn og hann lýtur ekki eins illa út og ég hélt að hann myndi verða. Það kom mörgum skemmtilega á óvart.
En í sambandi við fyrirsögnina, prófaðu að segja "gulur vörubíll, rauður vörubíll" eins hratt og þú getur 10 sinnum án þess að ruglast. Það eru 90 prósent líkur á að þú segir fyrirsögnina.
Ójá, mér leiðist á daginn.

20. apríl 2008

Stress

Ég er að fara í samræmt prós í stærðfræði bráðlega og stressið er að magnast. Ekki batnaði það þegar við tókum æfingapróf á miðvikudaginn var og óttarinn fékk vesæla fimmu í prófinu. Úff. Við pabbi vorum að fara yfir prófið að sjá hvað ég gerði virtlaust og nú er ég með hausverk.
Í öðrum fréttum. Það muna sumir eftir klippingarblogginu fyrir nokkru. Ónefndur vinur minn las bloggið og stakk upp á að ég myndi gera eitthvað flippað með hárið á mér. Mönun var fædd. Mönunin gekk út á það að eftir samræmdu prófin myndi ég gera hanakamb úr hárinu á mér. Já hanakamb.
Birti myndir þegar því er lokið.
Annars verður lítið um blogg vegna prófaundirbúnings.
Kommentið endilega til að segja mér hvað það er vitlaust að vera með hanakamb.

5. apríl 2008

Helgin

Helgin hjá mér og öðrum í unglingadeildinni byrjaði eiginlega á fimmtudag. Klukkan sex að staðartíma hélt skólinn árshátíð. Kvöldið byrjaði á "Hæfileikakeppni" en flestir sem komu fram í henni voru hæfileikalausir. Næst var boðið upp á lambalæri með brúnni sósu og eftir það var komið að uppistandi. Uppistandarinn hefði mátt vera betri en samt var eins og nokkrir í salnum væru að kafna úr hlátri.
En alvöru sensationið kom eftir að DJ-inn Þórður Daníel var búinn að hita liðið upp. Frigore úr Plugg'd hristi allsvakalega upp í öllum og stemmningin varð of mikil fyrir suma sem lenntu í slag út af engu. Morons. Flest silly dansmúvin sem stigin voru má sjá hér.
Ráð dagsins: ekki láta unglinga borða nokkra skammta af lambalæri, skola því niður með pepsí og llátið þá svo hoppa og skoppa í takt við brjálaða techno tónlist.
Ég fór heim um ellefu leitið og svaf Óttarinn vel þá nótt.
Á föstudag fór ég svo með Jonna, Hafliða, og Hlyn á Doomsday. Hún SÖKKAÐI!!!!!!. Ég hef aldrei nokkurtíman séð verri mynd. Samkvæmt framleiðendunum myndi helmingur skotlands breytast í pönkfílandi mannætur ef vírus myndi útrýma hálfu Skotlandi. Hinn helmingurinn myndi svo algjörlega ignora tækniframfarir mannkyns, Sjá bíl og hugsa: "Hei, notum hesta í staðinn". Hinn helmingur Skotlands sneri nefnilega aftur til miðalda og bjó í kastala.
Ekki nóg með að persónurnar meikuðu lítið sem ekkert sense, voru tæknibrellurnar líka af verri endanum. Allir bílar sem voru snertir sprungu án ástæðu. Wolksvagen rúgbrauð klessti á krossara og sprengingin líktist Hiroshima á sínum tíma.
Óttarinn svaf með aulahroll þá nótt.

26. mars 2008

Páskafríið

Ég var að koma heim úr fríi til Austurríkis í fyrradag. Við fórum fjölskyldan með tveim öðrum fjölskyldum, en þær samanstóðu af Dabba, Söru, Rakeli, Ella, Rikka, Söru rós og Hildi. Við fórum mánudaginn 15. mars og vorum þangað til 24 mars.
Í ferðinni gistum við á frekar flottu hóteli að nafni Schneider Hotel í Obertauern. Við vöknuðum á hverjum degi klukkan sjö (þótt ég verði að viðurkenna með skömm að fyrstu tvo dagana vaknaði ég aðeins seinna), fórum svo niður í lobbyið til að borða morgunmat sem samanstóð af öllu, já ÖLLU sem hugurinn girntist. Síðan þegar búið var að borða var farið út á skíði þangað til klukkan 3-4, eða ef við vorum í góðu stuði, til klukkan hálf fimm.
Venjulega vorum það bara við krakkarnir saman, sem var án efa mikið skemmtilegra en að hanga alltaf með foreldrunum á skíðum. Það var virkilega gaman að geta ráðið sér algjörlega sjálfur við og við.
Þegar skíðatímanum var svo lokið var farið í borðtennis þar sem Óttarinn RULAÐI!!!
(svona í alvörunni. Þetta fyrir ofan er aðallega til að pirra Söru. Ég sökkaði með stóru essi. Bara svona til að koma því á hreint. En ég var hreint ekki slæmur í pool).
Síðan var farið í mat, og VÁ. Kokkinum leiðist greinilega ekki þar í bæ. Matseðillin hafði eftirfarandi á sér:
Strút
Kanínu
Fjallageit
Villiönd
Sauðaost
Lasagna
Hlaðborð með HEILUM grís
og MARGT fleira.
Síðan var desertinn ekki af verri endanum, besti súkkulaði og sítrónuís sem ég hef smakkað.
Eini gallinn var að alli vor naktir í sánunni, og þá aðallega allir gömlu kallarnir. Enginn var með neitt um sig, ekki einu sinn handklæði. Ekki skemmtilegt.
Heimferðin var ekki sú besta í heimi. Við vöknuðum klukkan eitt eftir að hafa farið að sofa ellefu. Keyrðum í hálftíma til að ná rútu og keyrðum svo í átta tíma til Frankfurt í Þýskalandi. Sem betur fer náði ég að sofna í rútunni, en það skrítna er að ég sofnaði út frá þýsku þungarokkhljómsveitinni Rammstein. Við komum svo til Frankfurt en í stað þess að versla eins og psychopath varð ég fyrir vonbrigðum þegar við fengum aðeins aðgang að einni búð af 110. síðan flugum við heim. Ég verð að viðurkenna að það var erfitt að kveðja allt fólkið sem hafði verið með okkur í ferðinni eins og Rikka og Söru. Maður saknar félagsskaparinns svolítið.
Endilega kommentið. Ég ætla að fara að borða óklárað páskaeggið mitt og hlusta á Rammstein og reyna að sofna, eða eitthvað

12. mars 2008

Klipping

Ég fór í klippingu um daginn, og þegar maður hugsar um það er fólk að hugsa allt of mikið um hárið á sér. Nú þegar skjár einn er að byrja að sýna 2045 þáttaröð af Americas next top model fylgja álíka margar auglýsingar á hverjum degi. Allavega. Ég sá auglýsingu sem gerði mikið mál úr því að þær væru að fara í svokallað "makeover", en það er tíminn þar sem þær fara í klippingu og fara svo að grenja þegar þeim líkar ekki breytingin. Silly people.
En það sem mér finnst einkar skemmtilegt er að hlusta á annarra manna samtöl þegar þeir eru í klippingu. Stundum eru þetta asnalegustu komment sem ég hef heyrt.
Dæmi:
Kona 1: Hey, ég var í veislu um daginn hjá frænda mínum. Var að verða fimmtugur karlinn. Hárgreiðsludama: Nú, hvernig var?
Kona 1: Allt í lagi. Það var boðið upp á veitingar og allir fengu sushi. Ég þorði samt ekki.
Hárgreiðsludama:Nú?
Kona 1: Já, en ég smakkaði samt þegar ég kom heim einn daginn og mér fanst það ekkert sérstakt. Ekki fyrr en ég fattaði að ég gleymdi að steikja það. Þá var það ágætt.
Það lá við að hárgreiðsludamann dytti, hún reyndi svo mikið að halda niðri í sér hlátrinum. Ég barðist líka við það, en ég fann styrk og sleppti því. Ég hleypti svo hlátrinum út síðar.

1. mars 2008

Ertu þá farin...

Nú er allt gaman búið. Skemmtilegasta systir í sögu landsins er farin... til Asíu. Já góðir lesendur Ásdís er farin í bakpokaferðalag til Asíu í þrjá mánuði. Hennar verður sárt saknað. Eða eitthvað.
Þetta hafði samt áhrif á mig í nótt. Ómar kom í heimsókn um 12 leitið með fría smokka handa öllum. Mamma gaf honum soldið grunsamlegan svip þegar hann fór líka að dæla þeim í mig. Takk samt Ómar.
En þegar Ómar var farinn var svo ákvörðunin um hvort ég ætti að vakna um 4 til að fara með Ásdísi á flugvöllinn þangað til um 7 til að fara með Ásdísi á flugvöllinn. Ég læt mig hafa það og vakna klukkan 3:30. Ég man ekkert of vel eftir því fyrir utan að ég var úldnari en handakriki pabba. Eftir að hafa rifið mig upp á rassgatinu, klætt mig í föt og við það að borða "morgunmat" Ákvað ég að ég væri of þreyttur, kvaddi systur mína og fór að sofa klukkan 4:00.
Long story short: Ég er með dúndrandi höfuðverk vegna svefnleysis. Andskotans næturflug.

19. febrúar 2008

Good times

Ég, Ómar og Ásdís héldum núna fyrir nokkrum dögum myndakvöld. Kvöldið byrjaði með því að Ásdís og ég horfðum á algjöra 3. flokks mynd í sjónvarpinu um tvíburanornir í öðrum galdraheimi (skiljiði núna 3. flokks mynd?). Enn ekki löngu seinna kom Ómar sem betur fer eins og algjör lifesaver. Við byrjuðum á því að horfa á nokkra Fóstbræðraþætti. Svo ætluðum við að horfa á hryllingsmynd, sem ég man ekki nákvæmlega nafnið á, en hún er eitthvað fræg. Orange eitthvað.
EN. Þar sem myndin var keypt í Bandaríkjunum var ekki hægt að spila hana í Evrópskri PS3 tölvu. Eftir að hafa grátið í smástund og borðað nammi og pítsu til að hugga okkur horfðum við á Usual Suspects og flökkuðum svo á netinu og skoðuðum myndbönd, svo sem Sit on you og Angry german kid. Ég vara ykkur við í sambandi við þýska krakkan. Ef þið haldið að tölvuleikir breyti fólki ekki, think again. Annars er fyndið að sjá hvaða random hlutir eru á Youtube.

31. janúar 2008

Menntun

Var að tjékka á menntaskólum í dag. Ég verð að segja að mig langar virkilega mikið í MR. Þegar ég var að tjékka á skólunum á kynningu í FB seldu MR-ingarnir skólan vel fyrir mér. Af einhverjum ástæðum vildi mamma endilega koma mér í Kvennó.
Kvennó?
Ég veit ekki af hverju. Hún var víst í kvennó áður en það varð framhaldsskóli en ég hef hana aldrei tala mikið um reynslu sína þar. EEN. Þegar ég talaði við Verzló langaði mig soldið minna í Verzló en fyrr. Ég slóst í stóran hóp hnakka til að hlusta á annan hnakka tala um skólann. Hann virtist algjörlega reyna að selja skólann út á skemmtanalífið. Og það fyndna var að umræddur hnakki var líka að tala við foreldra krakkanna. Gíð leið það. Að tala við gamla foreldra um hvað skemmtanalífið er villt og brjálað í Verzló.
Af reynslu gegnum systur mína veit ég að það er fjörugt líka þónokkuð skemmtanalíf í MR, en á hinn bóginn er líka mikið heimanám. Hún var annaðhvort alltaf að læra eða á djamminu.
Ég veit ekki, mig langar nú frekar að vera trefill en hnakki.

22. janúar 2008

Hábölvað

Fjúkk. Núna fær maður loksins að slaka á. Ég er búinn að vera vinna eins og brjálaður síðastliðna daga. Ein megin ástæðan fyrir því er eiginlega mín sök.
Sko, þegar Sigmar (samfélagsfræðikennarinn)sagði okkur að gera ritgerð um Bandaríkin gaf hann okkur blað með hugmyndum. Ég vildi ekkert sérstaklega standa út úr hópnum með einhverja rosastóra ritgerð, svo að ég rak augun í orðið styrjaldir og segi: "Ég ætla að gera um stríð sem bandaríkjamenn hafa tekið þátt í" þegar Sigmar spyr mig. Viðbrögð Sigmars: Hann lætur frá sér blýantinn horfir á mig með ánægjusvip og segir: "nújá".
Þá veit ég að ég hef gert mistök.
Sú tilfinning magnast bara þegar ég fatta að það hafa verið skrifaðar mörg hundruð blaðsíðna bækur um hvert og eitt stríð. Ég er með sex stríð.
Ekki batnar það nú þegar ég á að skila ritgerðinni á fimmtudagin, og stóllin sem ég sit í er það óþægilegur að (án gríns) það er eins og að sitja á nöglum sem greiptir eru í beitta steina. sem betur fer er ritgerðin næstum búin, en ég fæ ekki mikin tíma til að vinna í henni á orgun því að ég þarf að mæta á dragshow æfingu (long story). En sem betur fer fæ ég smá hvíld núna. En samt, thank god fyrir Wikipedia.
Bloggið verður ekki lengra því að ef ég sit lengur á mínum einstaklega óþægilega stól þá bakbrotna ég for sure.
Ó, btw: KOMMENTIÐ GOD DAMMIT
Takk fyrir