Var að tjékka á menntaskólum í dag. Ég verð að segja að mig langar virkilega mikið í MR. Þegar ég var að tjékka á skólunum á kynningu í FB seldu MR-ingarnir skólan vel fyrir mér. Af einhverjum ástæðum vildi mamma endilega koma mér í Kvennó.
Kvennó?
Ég veit ekki af hverju. Hún var víst í kvennó áður en það varð framhaldsskóli en ég hef hana aldrei tala mikið um reynslu sína þar. EEN. Þegar ég talaði við Verzló langaði mig soldið minna í Verzló en fyrr. Ég slóst í stóran hóp hnakka til að hlusta á annan hnakka tala um skólann. Hann virtist algjörlega reyna að selja skólann út á skemmtanalífið. Og það fyndna var að umræddur hnakki var líka að tala við foreldra krakkanna. Gíð leið það. Að tala við gamla foreldra um hvað skemmtanalífið er villt og brjálað í Verzló.
Af reynslu gegnum systur mína veit ég að það er fjörugt líka þónokkuð skemmtanalíf í MR, en á hinn bóginn er líka mikið heimanám. Hún var annaðhvort alltaf að læra eða á djamminu.
Ég veit ekki, mig langar nú frekar að vera trefill en hnakki.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Trefill eða hnakki? Finndu út hvort þú ert og vertu svo bara þú sjálfur - alltaf!
Annars er ég alveg með á hreinu að þú ert ekki hnakki!
Skrifa ummæli