20. apríl 2008

Stress

Ég er að fara í samræmt prós í stærðfræði bráðlega og stressið er að magnast. Ekki batnaði það þegar við tókum æfingapróf á miðvikudaginn var og óttarinn fékk vesæla fimmu í prófinu. Úff. Við pabbi vorum að fara yfir prófið að sjá hvað ég gerði virtlaust og nú er ég með hausverk.
Í öðrum fréttum. Það muna sumir eftir klippingarblogginu fyrir nokkru. Ónefndur vinur minn las bloggið og stakk upp á að ég myndi gera eitthvað flippað með hárið á mér. Mönun var fædd. Mönunin gekk út á það að eftir samræmdu prófin myndi ég gera hanakamb úr hárinu á mér. Já hanakamb.
Birti myndir þegar því er lokið.
Annars verður lítið um blogg vegna prófaundirbúnings.
Kommentið endilega til að segja mér hvað það er vitlaust að vera með hanakamb.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú átt nú eftir að taka samræmd próf næsta ár líka - þú gætir alveg beðið með hanakambinn þangað til!

Unknown sagði...

LOL FAG ! hahahahaha