4. janúar 2008

Eftir hamingju fylgir eymd...

Nú þegar ég er búinn í jólafríi er ég byrjaður aftur í skólanum.Það hefði ekki verið allhræðilegt væri ég ekki soldill nátthrafn og snúð sólarhringnum soldið við í þessu jóla sísoni. Allavega, ég ákvað að fara snemma í háttinn og snemma á fætur, stilli vekjarann á 7:00 og ætla að fara að sofa kl. 23:00 (lesist: 00:00-1:00). Þegar ég reif mig svo loksins upp á rassgatinu frá imbakassanum var klukkan að ganga eitt en mín líkamsklukka var 20:00. Ég bylti mér svo órólega í rúminu að kl 3:23 að staðartíma, 22:00 að líkamstíma, datt ég næstum úr rúminu. Þegar ég sofnaði svo loksins var klukkan 4:00. Ég átti semsagt að vakna eftir þrjá fríkkin tíma!
Sheesh...
Þegar ég svo vaknaði, að mér fannst, korteri seinna (7:00) var ég holdgerfingur morgunúrillsku. Svo þreyttur var ég að það munaði engu, ENGU! að ég kreisti bólueyði á tannburstann minn. Þegar ég svo uppgvötaði það rann túpan úr höndum mér niður á gólf. Ég var það þreyttur að ég fattaði það ekki fyrr en að pabbi benti mér á það.
En þetta hvarf svo allt þegar ég fór í enskutíma... I wish.

Svona í lokin: Tjekkið neðarlega á síðunni til hægri á youtube myndböndum. Nokkur fyndin eru komin til viðbótar, þar á meðal: "The Italian man who went to Malta"(hvítur kall á svörtum bakgrunni) og "This is Sparta! techno remix"(mynd af leikaranum sem lék Leonidas)

Engin ummæli: