1. mars 2008

Ertu þá farin...

Nú er allt gaman búið. Skemmtilegasta systir í sögu landsins er farin... til Asíu. Já góðir lesendur Ásdís er farin í bakpokaferðalag til Asíu í þrjá mánuði. Hennar verður sárt saknað. Eða eitthvað.
Þetta hafði samt áhrif á mig í nótt. Ómar kom í heimsókn um 12 leitið með fría smokka handa öllum. Mamma gaf honum soldið grunsamlegan svip þegar hann fór líka að dæla þeim í mig. Takk samt Ómar.
En þegar Ómar var farinn var svo ákvörðunin um hvort ég ætti að vakna um 4 til að fara með Ásdísi á flugvöllinn þangað til um 7 til að fara með Ásdísi á flugvöllinn. Ég læt mig hafa það og vakna klukkan 3:30. Ég man ekkert of vel eftir því fyrir utan að ég var úldnari en handakriki pabba. Eftir að hafa rifið mig upp á rassgatinu, klætt mig í föt og við það að borða "morgunmat" Ákvað ég að ég væri of þreyttur, kvaddi systur mína og fór að sofa klukkan 4:00.
Long story short: Ég er með dúndrandi höfuðverk vegna svefnleysis. Andskotans næturflug.

1 ummæli:

Ásdís Eir sagði...

Sakna thin ogedslega mikid! Japan er frabaer samt, eg a orugglega eftir ad koma hingad aftur... og tha kemur thu med! :)