Ég fór í klippingu um daginn, og þegar maður hugsar um það er fólk að hugsa allt of mikið um hárið á sér. Nú þegar skjár einn er að byrja að sýna 2045 þáttaröð af Americas next top model fylgja álíka margar auglýsingar á hverjum degi. Allavega. Ég sá auglýsingu sem gerði mikið mál úr því að þær væru að fara í svokallað "makeover", en það er tíminn þar sem þær fara í klippingu og fara svo að grenja þegar þeim líkar ekki breytingin. Silly people.
En það sem mér finnst einkar skemmtilegt er að hlusta á annarra manna samtöl þegar þeir eru í klippingu. Stundum eru þetta asnalegustu komment sem ég hef heyrt.
Dæmi:
Kona 1: Hey, ég var í veislu um daginn hjá frænda mínum. Var að verða fimmtugur karlinn. Hárgreiðsludama: Nú, hvernig var?
Kona 1: Allt í lagi. Það var boðið upp á veitingar og allir fengu sushi. Ég þorði samt ekki.
Hárgreiðsludama:Nú?
Kona 1: Já, en ég smakkaði samt þegar ég kom heim einn daginn og mér fanst það ekkert sérstakt. Ekki fyrr en ég fattaði að ég gleymdi að steikja það. Þá var það ágætt.
Það lá við að hárgreiðsludamann dytti, hún reyndi svo mikið að halda niðri í sér hlátrinum. Ég barðist líka við það, en ég fann styrk og sleppti því. Ég hleypti svo hlátrinum út síðar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Það er BARA fyndið fólk sem er í klippingu. Mamma var t.d. í klippingu um daginn og heyrði þá tvær aflitaðar brúnkugellur tala saman um draumaferðalag annarrar. Önnur sagði orðrétt við hina: "Draumaferðalagið mitt væri að keyra með kærastanum mínum frá Noregi og bara til Mexíkó". Þá sagði hárgreiðslumaðurinn lágt við mömmu: "Hólmfríður mín...sumum er bara ekki gefið meira vit" Hehehehe
jæja óttar bíð spennt eftir ferðablogginu :D!!!!
-sara
LOL such a fag !!
Skrifa ummæli