26. mars 2008

Páskafríið

Ég var að koma heim úr fríi til Austurríkis í fyrradag. Við fórum fjölskyldan með tveim öðrum fjölskyldum, en þær samanstóðu af Dabba, Söru, Rakeli, Ella, Rikka, Söru rós og Hildi. Við fórum mánudaginn 15. mars og vorum þangað til 24 mars.
Í ferðinni gistum við á frekar flottu hóteli að nafni Schneider Hotel í Obertauern. Við vöknuðum á hverjum degi klukkan sjö (þótt ég verði að viðurkenna með skömm að fyrstu tvo dagana vaknaði ég aðeins seinna), fórum svo niður í lobbyið til að borða morgunmat sem samanstóð af öllu, já ÖLLU sem hugurinn girntist. Síðan þegar búið var að borða var farið út á skíði þangað til klukkan 3-4, eða ef við vorum í góðu stuði, til klukkan hálf fimm.
Venjulega vorum það bara við krakkarnir saman, sem var án efa mikið skemmtilegra en að hanga alltaf með foreldrunum á skíðum. Það var virkilega gaman að geta ráðið sér algjörlega sjálfur við og við.
Þegar skíðatímanum var svo lokið var farið í borðtennis þar sem Óttarinn RULAÐI!!!
(svona í alvörunni. Þetta fyrir ofan er aðallega til að pirra Söru. Ég sökkaði með stóru essi. Bara svona til að koma því á hreint. En ég var hreint ekki slæmur í pool).
Síðan var farið í mat, og VÁ. Kokkinum leiðist greinilega ekki þar í bæ. Matseðillin hafði eftirfarandi á sér:
Strút
Kanínu
Fjallageit
Villiönd
Sauðaost
Lasagna
Hlaðborð með HEILUM grís
og MARGT fleira.
Síðan var desertinn ekki af verri endanum, besti súkkulaði og sítrónuís sem ég hef smakkað.
Eini gallinn var að alli vor naktir í sánunni, og þá aðallega allir gömlu kallarnir. Enginn var með neitt um sig, ekki einu sinn handklæði. Ekki skemmtilegt.
Heimferðin var ekki sú besta í heimi. Við vöknuðum klukkan eitt eftir að hafa farið að sofa ellefu. Keyrðum í hálftíma til að ná rútu og keyrðum svo í átta tíma til Frankfurt í Þýskalandi. Sem betur fer náði ég að sofna í rútunni, en það skrítna er að ég sofnaði út frá þýsku þungarokkhljómsveitinni Rammstein. Við komum svo til Frankfurt en í stað þess að versla eins og psychopath varð ég fyrir vonbrigðum þegar við fengum aðeins aðgang að einni búð af 110. síðan flugum við heim. Ég verð að viðurkenna að það var erfitt að kveðja allt fólkið sem hafði verið með okkur í ferðinni eins og Rikka og Söru. Maður saknar félagsskaparinns svolítið.
Endilega kommentið. Ég ætla að fara að borða óklárað páskaeggið mitt og hlusta á Rammstein og reyna að sofna, eða eitthvað

1 ummæli:

Unknown sagði...

heyrðu ég var búin að reyna að commaneta á þetta blogg í mjög langann tíma virkaði aldrei
en allava
betra seint en aldrei
takk fyrir æææææðislega ferð , verð svo að hitta þig og sína þér heimildarmyndina góðu sem ég er á fullu að klippa:D!!
sara:)