Ég fór aldrei þessu vant í bæinn á sautjánda júní. Við fórum 4, Birkir tvær stelpur úr vinnunni. Dagurinn byrjaði á Rammstein tónleikum. Þegar liðið var á massíft gítarsóló hringdi síminn og ég vaknaði. Við áttum að hittast á Hlemm klukkan 1-2. Ég fór á fætur og fór svo til Birkis. Við reyndum að bjóða Hlyni, bróður hans, með en eftir langar tilfinningaþrungnar umræður, blóð, svita og tár vað það orðið ljóst að hann vildi ekki koma með. Hann átti stefnumót við tölvuna. Við fórum þá út á Hlemm og létum okkur leiðast. Klukkan 14:15 hringdum við í stelpurnar því við vildum vita hvar þær væru. Þær sögðudt hafa villst.
OK. Hvernig villist maður í strætó? Seriously! Eftir að hafa legið í hláturskasti í 10 mínútur spurðum við hvar þær voru. Þær voru á Lækjartorgi.
Þá hættum við að hlæja. Hvorugur okkar vissi hvar lækjartorg var! :S
Eftir að hafa skammast okkar fyrir heimskulegasta fáviskumóment í Íslandssöguni kyngdum við því litla stolti sem eftir var og spurðum til vegar. Fólk horfði á okkur eins og við værum fávitar. Okkur leið líka eins og fávitum. En loksins hittum við stelpurnar. Þegar við vorum svo búin að ganga í svolítinn tíma hljóp ein stelpan allt í einu inn í mannfjöldan og faldi sig. Við Birkir horfðum á hvorn annann og byrjuðum svo að hlæja. stelpan útskírði svo fyrir okkur að mamma hennar mætti ekki sjá hana með strákum. Þá hlógum við aðeins meira og svo héldum við áfram þegar vinur mömmu hennar sem hún hafði séð áður var farin. Því næst tjekkuðum við á danskeppni til að sjá vini stelpnanna og fórum svo heim um 6 leitið.
Dagurinn var semsagt allt í allt frekar góður. Gallinn er bara að ég þarf að mæta í vinnuna á morgun og ég fíla það eiginlega ekki að vinna eftir frídag. Sama hversu seint ég fer að sofa.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Hahaha - ofvernduðu unglingar! Hvað hafa foreldrar þínir eiginlega verið að hugsa - þú viest ekki hvar Lækjartorg er! Eða varstu kannski bara alltaf með lokuð eyrun þegar þú varst niðri í bæ með þeim hér áður fyrr?
Annars skemmtileg færsla - ég fíla þennan kalda húmor þegar hann beinist eitthvert annað en að mér!
haha Ferð að hlæja að þeim, svo ertu algjör mongólíti sjálfur
LOL FAG
Skrifa ummæli