23. október 2007

SIGUR!!!

SCORE!!!
Í dag var haldin ræðukeppni í salnum í skólanum. Þar keppti Ölduselsskóli við einhvern annan ómerkilegann skóla sem ég nenni ekki að nafngreina. Anyway, keppnin var mjög skemmtileg og spennandi. Fyrir Ölduselsskóla kepptu Bjartur, Eva, Áslaug og önnur stelpa sem (því miður) ég man ekki nafnið í augnablikinu. Umræðuefnið var sjálfselska. Við vorum með en hinir á móti.
Við lögðum fram mjög góð og fjölbreytt rök en (að mínu mati) voru hinir alltaf með sömu rökin: Sjálfselska leiðir til glötunnar alls mankyns og veldur alnæmi (?).
Síðan alltí einu fór einn af þeirra ræðumönnum að tala um hvað hann hafi átt sorglega æsku og hvað hann hafi átt leiðinlega og eigingjarna vini. Síðann all of the sudden fór hann að tala um kleinuhringjaát(?????). En Ölduselsskóli vann með 9 stiga mun. Ég hélt að það væri mikið en það kom í ljós að það var virkilega VIRKILEGA lítið. En við vorum einnig með besta ræðumanninn (stelpan sem ég man ennþá ekki nafnið á... Dammit!)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæj, flott blogg hjá þér :) ...

auðvita vann ölduselsskóli þetta marr.... :P

en bæjó ..

Magga

Nafnlaus sagði...

Helena hún heitir HELENA !!!