22. janúar 2008

Hábölvað

Fjúkk. Núna fær maður loksins að slaka á. Ég er búinn að vera vinna eins og brjálaður síðastliðna daga. Ein megin ástæðan fyrir því er eiginlega mín sök.
Sko, þegar Sigmar (samfélagsfræðikennarinn)sagði okkur að gera ritgerð um Bandaríkin gaf hann okkur blað með hugmyndum. Ég vildi ekkert sérstaklega standa út úr hópnum með einhverja rosastóra ritgerð, svo að ég rak augun í orðið styrjaldir og segi: "Ég ætla að gera um stríð sem bandaríkjamenn hafa tekið þátt í" þegar Sigmar spyr mig. Viðbrögð Sigmars: Hann lætur frá sér blýantinn horfir á mig með ánægjusvip og segir: "nújá".
Þá veit ég að ég hef gert mistök.
Sú tilfinning magnast bara þegar ég fatta að það hafa verið skrifaðar mörg hundruð blaðsíðna bækur um hvert og eitt stríð. Ég er með sex stríð.
Ekki batnar það nú þegar ég á að skila ritgerðinni á fimmtudagin, og stóllin sem ég sit í er það óþægilegur að (án gríns) það er eins og að sitja á nöglum sem greiptir eru í beitta steina. sem betur fer er ritgerðin næstum búin, en ég fæ ekki mikin tíma til að vinna í henni á orgun því að ég þarf að mæta á dragshow æfingu (long story). En sem betur fer fæ ég smá hvíld núna. En samt, thank god fyrir Wikipedia.
Bloggið verður ekki lengra því að ef ég sit lengur á mínum einstaklega óþægilega stól þá bakbrotna ég for sure.
Ó, btw: KOMMENTIÐ GOD DAMMIT
Takk fyrir

4 ummæli:

Ásdís Eir sagði...

Þetta líkar mér! Metnaður út í gegn, ekkert verið að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur! :)

Annars veit ég hvað þú meinar með skrifborðsstólinn... við höfum átt ófáar ánægjustundir saman ;) úff.

Og já, btw, dragshow æfing? Hahaha, snilld. Þetta er efni í aðra færslu, for sure! Ekki gleyma myndavélinni ;)

Nafnlaus sagði...

Já, við bíðum eftir myndum.

I like turtles.

Nafnlaus sagði...

Er ekki í lagi heima hjá þér.
Þú .......!

Ómar sagði...

Dragshow....þetta líkar mér :D
Ég get nú gefið þér nokkra góða punkta varðandi það!