19. febrúar 2008

Good times

Ég, Ómar og Ásdís héldum núna fyrir nokkrum dögum myndakvöld. Kvöldið byrjaði með því að Ásdís og ég horfðum á algjöra 3. flokks mynd í sjónvarpinu um tvíburanornir í öðrum galdraheimi (skiljiði núna 3. flokks mynd?). Enn ekki löngu seinna kom Ómar sem betur fer eins og algjör lifesaver. Við byrjuðum á því að horfa á nokkra Fóstbræðraþætti. Svo ætluðum við að horfa á hryllingsmynd, sem ég man ekki nákvæmlega nafnið á, en hún er eitthvað fræg. Orange eitthvað.
EN. Þar sem myndin var keypt í Bandaríkjunum var ekki hægt að spila hana í Evrópskri PS3 tölvu. Eftir að hafa grátið í smástund og borðað nammi og pítsu til að hugga okkur horfðum við á Usual Suspects og flökkuðum svo á netinu og skoðuðum myndbönd, svo sem Sit on you og Angry german kid. Ég vara ykkur við í sambandi við þýska krakkan. Ef þið haldið að tölvuleikir breyti fólki ekki, think again. Annars er fyndið að sjá hvaða random hlutir eru á Youtube.

3 ummæli:

Ásdís Eir sagði...

Goooood times, sannarlega! Hehe...

Myndin heitir annars A Clockwork Orange og er í leikstjórn Stanley Kubrick (sjá hér: http://imdb.com/title/tt0066921/ ). Þetta er algert möstsí, svo við skulum reyna að nálgast hana eftir öðrum leiðum :)

Ómar sagði...

Hehehe...gott kvöld! Annars þarf ég bara að bjóða ykkur heim til mín til að horfa á myndina! Ætli það verði samt nokkuð fyrr en eftir 3 mánuði :(

Unknown sagði...

LOL FAG :D