5. apríl 2008

Helgin

Helgin hjá mér og öðrum í unglingadeildinni byrjaði eiginlega á fimmtudag. Klukkan sex að staðartíma hélt skólinn árshátíð. Kvöldið byrjaði á "Hæfileikakeppni" en flestir sem komu fram í henni voru hæfileikalausir. Næst var boðið upp á lambalæri með brúnni sósu og eftir það var komið að uppistandi. Uppistandarinn hefði mátt vera betri en samt var eins og nokkrir í salnum væru að kafna úr hlátri.
En alvöru sensationið kom eftir að DJ-inn Þórður Daníel var búinn að hita liðið upp. Frigore úr Plugg'd hristi allsvakalega upp í öllum og stemmningin varð of mikil fyrir suma sem lenntu í slag út af engu. Morons. Flest silly dansmúvin sem stigin voru má sjá hér.
Ráð dagsins: ekki láta unglinga borða nokkra skammta af lambalæri, skola því niður með pepsí og llátið þá svo hoppa og skoppa í takt við brjálaða techno tónlist.
Ég fór heim um ellefu leitið og svaf Óttarinn vel þá nótt.
Á föstudag fór ég svo með Jonna, Hafliða, og Hlyn á Doomsday. Hún SÖKKAÐI!!!!!!. Ég hef aldrei nokkurtíman séð verri mynd. Samkvæmt framleiðendunum myndi helmingur skotlands breytast í pönkfílandi mannætur ef vírus myndi útrýma hálfu Skotlandi. Hinn helmingurinn myndi svo algjörlega ignora tækniframfarir mannkyns, Sjá bíl og hugsa: "Hei, notum hesta í staðinn". Hinn helmingur Skotlands sneri nefnilega aftur til miðalda og bjó í kastala.
Ekki nóg með að persónurnar meikuðu lítið sem ekkert sense, voru tæknibrellurnar líka af verri endanum. Allir bílar sem voru snertir sprungu án ástæðu. Wolksvagen rúgbrauð klessti á krossara og sprengingin líktist Hiroshima á sínum tíma.
Óttarinn svaf með aulahroll þá nótt.

4 ummæli:

Ásdís Eir sagði...

Hiroshima?! Been there, done that.

Sendu mer email, skunkurinn thinn ;)

Unknown sagði...

gaman að lesa bloggin þí óttar:)
kv sara

Nafnlaus sagði...

Wtf hvad er málið með myndina!!!

Unknown sagði...

hahaha óttarinn, hahaha LOL FAG !